Færsluflokkur: Íþróttir

Maður er bara...

hund andskoti fúll. Hefðu getað náð Chelsea að stigum, eru 68% með boltann og tapa leiknum. En það er bara svo að þegar efstu liðin tapa stigum, og Utd getur komið sér í vænlega stöðu, þá tapa þeir líka stigum.
mbl.is Aston Villa vann á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimaleikja árangur Utd stöðvaður af...

liði sem eflaust fáir mundu halda að gæti gerst. Hvern fjandann var karlinn að hugsa, vera með nánast varaliðið í þessum leik, hefði verið nær að vera með það í síðasta leiknum, og gulltryggja sér efsta sætið í riðlinum í kvöld, og reyna að halda áfram að bæta heimaleikjametið í meistaradeildini.Shocking
mbl.is Besiktas sigraði á Old Trafford, Chelsea vann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja....

þá hafi þið það snillingarnir sem sögðu að þetta hefði verið víti og ekkert annað en víti (held það hafi mest verið púllarar). Dómaranum refsað, gott mál það, því það á ekki að láta þá komast upp með allan andskotan án refsingar.
mbl.is Walton refsað fyrir vítaspyrnudóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið og andsk...

er leiðinlegt að horfa upp á lið sem koma á Old Trafford, og liggja í vörn nánast allan leikinn, samanber Blackburn í dag. Lið vinna andskotan ekki leik með því að liggja í vörn, maður hélt að knattspyrna byggðist á því að reyna að vinna andstæðinginn, en það gerist víst ekki nema að reyna að sækja á andstæðinginn. En það gerði Blackburn ekki fyrr en Utd tókst loks að koma tuðruni í netið eftir um 10.mín. leik í síðari hálfleik. Til þess að losna við að horfa upp á svona leiðinlega 10 manna varnarleiki, þá held ég að það væri upplagt að hætta að gefa stig fyrir markalaust jafntefli, þá kanski færi maður að sjá meiri sóknarleik.
mbl.is United aftur í 2. sæti með sigri á Blackburn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Maðurinn hefur einfaldlega ekki verið að sinn starfinu sínu nógu vel. Tel Evans ekkert síðri leikmann.
mbl.is Ferguson íhugar að skella Ferdinand á bekkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær kappakstur.

Ég held sé óhætt að segja að þetta sé besta keppnin á árinu. Fullt af framúrakstri, smá pústrar, hvað er hægt að hafa það fullkomnara. Svo er náttúrlega frábært hjá Brawn liðinu að hampa  heimsmeistaratitli bæði ökumanns og bílaframleiðanda. Einnig fanst mér frábært hjá Hammilton að vinna sig úr 17.sæti, upp í það 3ja.
mbl.is Button heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg ásökun.

Já ég tel þetta vera það alvarlega ásökun, sem Höskuldur gefur hér til kynna, þar sem hann segist hafa heyrt að Jóhanna hafi beðið Stoltenberg um svona bréf (tel það vera bréfið þar sem okkur standi þetta lán ekki til boða) að hann verði hreint og beint að segja af sér sem þingmaður, ef enginn fótur er fyrir þessu. Reynist þetta rétt hjá honum, ja þá hefur Jóhanna heldur betur gert glappaskot, og ætti að segja af sér með það sama. Þetta þarf að rannsaka alveg oní kjölinn að mínu áliti, því það þeirra sem er sek í þessu máli getur ekki verið deginum lengur í því starfi sem það gegnir.
mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausamunir fjúka.

Maður spyr sig nú bara hvað er að fólki, það er búið að tilkynna í fleiri fleiri fréttatímum, veðurfréttatíma, o.fl. um að óveður sé að ganga yfir landið, en samt hefur fólk ekki rænu á því að ganga þannig frá lausamunum að þeir fjúki ekki.Shocking
mbl.is Margar hjálparbeiðnir í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur og enn..

er það Giggsarinn sem reddar málunum. Mér fannst þetta afskaplega hægur og ja frekar leiðinlegur leikur,að minsta kosti fyrri hálfleikur. MU tók loks við sér eftir að Wolfsburg skoraði, en fram að því hélt maður að þetta yrði hundleiðinlegt 0-0 jafntefli. En maður getur ekki annað en hrósað gamla manninum, og á ég þá við Giggs, sem virðist þó alltaf vera jafn ungur, enda var hann á fullu bæði í sókn og vörn, og held ég það ekki ofsögum sagt að hann hafi verið einn besti, ef ekki besti maðurinn á vellinum. Það er svolítið óvanalegt að sjá Rooney liggja frammi nánast allan leikinn, maður er vanur að sjá hann þeitast völlinn endana á milli allan leikinn, en nú fannst mér bara eins og hann væri latur. En kanski það hafi verið skipun frá stjóranum, að hann lægi frammi. Afskaplega leiðinlegt fyrir Owen að þurfa að yfirgefa völlinn meiddur þar sem landsliðsþjálfarinn var að fylgjast með leiknum, og blessaður drengurinn að reyna að komast í landsliðshópinn, en vonandi að hann komi fljótt til, og verði tilbúinn í púllara leikinn.
mbl.is Owen fór meiddur af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband