Færsluflokkur: Íþróttir

Sanngjarn sigur Everton.

Já þetta var sanngjarn sigur þeirra Everton manna, börðust eins og ljón, og uppskáru 3 stig. Það var aftur annað með mína menn, byrjuðu svona þokkalega en svo varla söguna meir. Bestu mennirnir teknir út af í síðari hálfleik, Park sem var sívinnandi allan tíman, og Berbi sem gerði einnig ágæta hluti. Rooney afspyrnu lélegur, og vörnin oft á tíðum út á túni, og sjaldan hef ég séð Evra eins lélegan og í þessum leik, t.d. í öðru marki Everton var hann að manni fannst ekkert með hugann við leikinn. Nei deildin vinst ekki með svona leikjum, það þarf að hafa fyrir hlutunum til þess að það takist. Nú er bara að vona að Úlfarnir og Sunderland nái að stríða hinum toppliðunum. Góðar stundir.
mbl.is Everton lagði Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er...

bara svo einfalt, að þessi maður á ekki að fá að leika knattspyrnu, þetta er ofbeldismaður og ekkert annað.
mbl.is Vieira ákærður fyrir brot í Stoke-leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sama sagan...

hjá Bensa, ef púllarar tapa leik, þá áttu þeir að fá vítaspyrnu og jafnvel fleiri en eina.Grin
mbl.is Benítez: Áttum að fá vítaspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær dagur

Strákarnir okkar bronshafar, og Utd nánast valtaði yfir Arsenal. Hvað er hægt að biðja um betra.Smile Joyful
mbl.is United hafði betur á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þennan...

mann lét Ferguson sitja á beknum leik eftir leik eftir leik, og tapaði honum svo fyrir rest. Og nú fær hann að spila hvern einasta leik hjá City, og blómstrar þar, skora í nánast hverjum leik, ekki eitt heldur tvö, og jafnvel þrjú mörk sem hann og gerði í leiknum í kvöld. Já Ferguson góður þú fórst illa að ráði þínu þarna, að nota manninn ekki meira en þú gerðir, kaupann og þá værirðu með markaskorara af Guðs náð, og kanski örfáum stigum ofar í deildini í dag.
mbl.is Tévez með þrennu og City í fjórða sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynið nú að...

fara að vanda fréttafluttninginn hjá ykkur, maður tekur trekk oní trekk eftir allskonar villum í fréttunum hjá ykkur, t.d. vantar orð hér inn í þessari frétt þar sem segir Alessandro Nesta skoraði eina fyrri hálfleiks, svo segir í lok greinarinnar, með sigrinum náði AC Mílan að minnka forskot granna sinna og erkifjenda í Inter niður í stig. Ef að þetta merkir 1 stig, þá er það kolrangt, því það munar 8 stigum á liðunum, en Mílan á leik til góða samkv. töflu á mbl.is
mbl.is Ronaldinho með tvö mörk í góðum sigri AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei en......

tókst það núna með miklu harðfylgi og dugnaði, en að vísu gegn arfaslöku Utd liði. Það verður gaman að fylgjast með þessu Leeds liði í næst efstu deild á næsta tímabili, en ég held að það geti ekkert stoppað það, að fara beint upp í vor.
mbl.is Leeds ekki unnið á Old Trafford í 29 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Leedsarar

Já Leeds átti svo sannarlega þennan sigur skilið, að mínu mati, miklu meiri barátta í liðinu og þó að Utd hafi pressað stíft síðustu mín. þá varðist Leeds liðið vel. Það var stundum spurning hvort liðið væri í annari deild, þvílík hörmung að horfa upp á Utd liðið oft á tíðum. Svo skilur maður ekki þessar helvítis hrókeringar hjá kallinum með liðið, það er vika í næsta leik (utan deildarbikars í vikuni sem ungliðarnir hafa verið notaðir í ) svo að afhverju var ekki byrjað með aðal liðið, maður bara spyr sig. Þarna vantaði Evra, Vidic, Carrick, Flecher o.fl. hvað er verið að hvíla þessa menn, maður bara spyr.
mbl.is Leeds sló Manchester United út úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær Utd....

einu af fjórum efstu sætunum í vor, maður bara spyr sig. Villa sækir á þá nú og Arsenal og Tottenham ekki langt frá. Þvílík hörmung hjá þessu liði í dag 3-0 tap fyrir Fulham, og leikmenn Utd hreint og beint að skíta á sig, 16 markskot en aðeins já sagt og skrifað aðeins 4 á rammann, þvílík hörmung. Ég held að karlinn ætti að láta þá æfa betur markskotin, svo fannst mér hreint og beint vanta alla leikgleði í liðið.Shocking
mbl.is Fulham lék Englandsmeistarana grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja..

nú býður maður spenntur, fær Hughes bann og eða sekt fyrir ummælin, hef eiginlega ekki trú á því, en hefði þetta verið Ferguson, ja þá er ég hræddur um að það hefði verið allavega sekt. En það er alveg stórfurðulegt að þessir blessaðir knattspyrnustjórar mega ekki segja álit sitt á dómurum, sama hversu lítið fjörlegt það er, þá er knattspyrnusambandið komið í málið.
mbl.is Hughes krafinn skýringa á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband