Færsluflokkur: Íþróttir
27.6.2010 | 21:07
Enn og aftur...
gera dómarar mistök, nú dæma þeir kolólöglegt mark vegna rangstöðu gott og gilt. Í dag dæmdu þeir lölegt mark af Englendingum, sem að allir virtust sjá að boltinn var vel innan marklínu, nema dómararnir. Tvisvar sinnum í þessari keppni voru dæmd lögleg mörk af Bandaríkjunum. Auðvitað geta dómarar gert mistök, en í svona stórri keppni finnst mér mistökin vera orðin heldur mörg, og spurning hvort að sumir af dómurunum séu í formi til að dæma í þessari stóru keppni. En þó að þessi mistök hafi átt sér stað, þá ætla ég að vona að það verði aldrei farið út í fjölgun dómara, eða sjónvarpsvéla dómgæslu, það er til að eyðileggja þessa góðu og skemmtilegu íþrótt.
![]() |
Argentína áfram og mætir Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 15:45
Eitt flottasta mark....
til þessa á HM dæmt af enskum, sem mun vera til háborinna skammar fyrir dómara leiksins, þar sem boltinn var í a.m.k. 60-70 cm innan marklínu, alveg ótrúlegt að það hafi farið fram hjá dómara, hvað þá aðstoðardómara. Nú er stutt í leikslok og þýskarar að valta yfir þá ensku, eða 4-1 og má þar að mínu áliti kenna enskum varnarmönnum um þessar ófarir liðsins, þar sem þeir hafa enganveginn staðið fyrir sínu hvort heldur er Terry, Upson eða e.h. annar.
![]() |
Þjóðverjar skelltu Englendingum 4:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2010 | 22:25
Ekki rétt.
Í fréttini er sagt að McLaren sé í fyrsta sinn í fyrsta sæti bílasmiðja, sem er alls ekki rétt, því þeir voru í fyrsta sæti eftir Kína kappaksturinn, og einnig spænska kappaksturinn. Reynið nú að vanda fréttafluttninginn hjá ykkur, því hann er oft á tíðum ansi skrautlegur hjá ykkur.
![]() |
Hamilton vinnur sinn fyrsta sigur á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2010 | 17:54
Sem getur..
skorað sæg af mörkum. Það er það sem vantar í Utd liðið. Chelsea er t.d. með fullt af svoleiðis mönnum, enda eru þeir að vinna leiki þetta 7 og 8-0. það er ekki hægt að ætlast til að Rooney sjái eingöngu um markaskorunina hjá liðinu, nú þarf bara að vanda valið og fá góðan mann með honum frammi.
![]() |
Rooney vill fá topp framherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 14:07
Einmitt Bensi.
Nú brýnirðu fyrir þínum mönnum, að þeir sýni Chelski enga góðvild, og bara takið þá í bakaríið. Ég stend með þínum mönnum allavega á sunnudaginn, og þá verði þið líka að sýna að þið séuð fjórða sætisins verðugir, og bara vinna vinna vinna.
![]() |
Benítez: Engin góðvild gegn Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2010 | 16:49
Jæja jæja...
er nú Lampi að biðla til púllara og minna þá á að taki þeir stig af sínu liði, þá gæti farið svo að Utd sé að skáka Liverpool hvað fjölda Englandsmeistaratitla varða. Ég trúi ekki öðru en púllarar komi með sitt sterkasta lið, og klári þetta í sínum síðasta heimaleik.
![]() |
Lampard: Fáum ekkert gefins hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2010 | 11:00
Auðvitað sleppur þessi maður við refsingu
er við einhverju öðru að búast? Það virðist vera sama hvort hann lemur menn inn á vellinum, eða á einhverjum bar út í bæ, eða sýnir dómara puttana, hann virðist vera alveg heilagur, svo að ég hef alveg trú á því að hann sleppi við refsingu eins og hingað til. En fari svo að hann sleppi, þá held ég að leikmenn ættu að fara að taka hann sem fyrirmynd, og fara bara að nota hnefana inn á vellinum, þá yrði nú aldeilis fjör í því maður.
![]() |
Gerrard gæti fengið leikbann (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2010 | 19:25
Tilþrifalítið mót.
Ef að komandi mót verða álíka og þetta, ja þá held ég að maður geri e.h. annað með tímann, heldur en að glápa á bílana aka nánast í sömu röð frá upphafi til enda. það var bara engin spenna í þessari keppni, ekkert um spennandi framúr akstur og bara tilþrifalítið mót. Það var nokkuð til í því sem sonur minn sagði, eftir að við vorum búnir að horfa á keppnina, að það væri meiri spenna í tímatökuni heldur en keppnini sjálfri. Ég held það hafi verið afskaplega mikill feill að hætta með bensín stoppin, allavega hvað áhorfanda varðar, þar voru að koma upp allskonar vandamál sem gerðu spennu í keppnina. Sem sagt mín skoðun að formúlan fari versnadi ár frá ári. En svo eru það þessar helv..... auglýsingar, ég held þær hafi aldrei tekið eins mikinn tíma af keppnini og í dag, og maður spyr sig hvort svo verði áfram, og að stöðin geti virkilega boðið áhorfandanum upp á að klipt sé á keppnina trekk oní trekk vegna auglýsingana.
![]() |
Vettel: Bilun kostaði sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 11:53
Því er nú helv....
ver að Real skyldi detta út. Var að vonast til þess að fá þá á móti Utd í átta liða úrslitin. Hefði verið gaman að sjá Ronaldo takast á við sína gömlu félaga.
![]() |
United burstaði AC Milan en Real Madrid úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 13:49
Skrítið..
að stuðningsmenn City bauli líka á sinn mann (Bridge), en það er ekki hægt að lesa annað úr fréttini en svo sé. En mikið og addskoti var gott hjá Bridge að sýna Terry vanvirðingu, með því að sleppa að taka í lúkurnar á honum.
![]() |
City skellti Chelsea á Brúnni - Bridge tók ekki í hönd Terrys (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar