Aftur og enn..

er það Giggsarinn sem reddar málunum. Mér fannst þetta afskaplega hægur og ja frekar leiðinlegur leikur,að minsta kosti fyrri hálfleikur. MU tók loks við sér eftir að Wolfsburg skoraði, en fram að því hélt maður að þetta yrði hundleiðinlegt 0-0 jafntefli. En maður getur ekki annað en hrósað gamla manninum, og á ég þá við Giggs, sem virðist þó alltaf vera jafn ungur, enda var hann á fullu bæði í sókn og vörn, og held ég það ekki ofsögum sagt að hann hafi verið einn besti, ef ekki besti maðurinn á vellinum. Það er svolítið óvanalegt að sjá Rooney liggja frammi nánast allan leikinn, maður er vanur að sjá hann þeitast völlinn endana á milli allan leikinn, en nú fannst mér bara eins og hann væri latur. En kanski það hafi verið skipun frá stjóranum, að hann lægi frammi. Afskaplega leiðinlegt fyrir Owen að þurfa að yfirgefa völlinn meiddur þar sem landsliðsþjálfarinn var að fylgjast með leiknum, og blessaður drengurinn að reyna að komast í landsliðshópinn, en vonandi að hann komi fljótt til, og verði tilbúinn í púllara leikinn.
mbl.is Owen fór meiddur af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 783

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband