Færsluflokkur: Íþróttir

Hann heldur áfram..

að væla. Já já Tevez minn góður fagnaðu bara nógu mikið,  þegar og ef þú skorar á móti MU. En í Guðs bænum vona ég að þú farir að hætta þessu væli, það vita náttúrlega allir að þú dauð sérð, og munt alltaf sjá eftir að hafa yfirgefið MU.
mbl.is Tevéz hefur snúist hugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur maður..

og á ég þá við Ryan Giggs, sem með frábærum sendingum sá til þess að Man U fór með 3 stig úr þessum leik. Var ekkert að ganga upp hjá Man U í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að vera nánast í stórsókn, en um leið og sá gamli (Giggs) kom inn í þeim seinni, þá bara gjörbreyttist liðið. Frábær knattspyrnumaður kominn hátt á fertugsaldurinn.Joyful
mbl.is Fyrsta tap Chelsea - Keane með fernu fyrir Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja þetta er...

alveg nýtt fyrir mér, að ríkið borgi dagblöðin fyrir þingmennina, ég bara trúi þessu ekki. Hverslags andskotans aumingjar eru þessir þingmenn okkar ef þeir geta ekki borgað sjálfir sín dagblöð, eins og aðrir þegnar þessa lands. Nei ekkert svona helvítis bruðl, afnema öll svona fríðindi hjá þessum mönnum, þeir hafa alveg sæmandi laun til þess að borga þetta sjálfir, alveg eins og aðrir landsmenn.Shocking
mbl.is Alþingi hætt að greiða fyrir heimsend dagblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var kominn..

upp að hverjum? Ekki var sá sem hljóp inn á völlinn kominn upp að Bellamy, því það var búið að handsama hann áður, ef hann hefur þá ætlað sér að angra Bellamy e.h. Bellamy aftur á móti, sem var í nokkura metra fjarlægð frá manninum, gekk til hans, þar sem honum var haldið af vallarvörðum, og danglaði í andlit hans. Auðvitað eiga félög að refsa leikmönnum fyrir svona háttalag, sem á alls ekki að sjást frá leikmönnum inn á leikvelli. Mér findist líka að MU ætti að fá sekt fyrir það að láta áhorfanda komast inn á völlinn, öryggisgæsla ætti að vera það mikil á leikvöllum að svona geti ekki gerst. Hver tilgangur mansins með þessu veit sjálfsagt enginn nema hann, var þetta bara e.h. sprell hjá honum, eða ætlaði hann sér að hjóla í e.h. leikmann?
mbl.is Man.City ætlar ekki að refsa Bellamy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaah..

ég held nú að Borgarhreyfingin megi vera fegin að vera laus við þetta pakk sem þríeykið er. Ekki hafði ég allavega trú á þessu liði, nema þá einna helst þór, en hann vill búa við konuríkið blessaður maðurinn sá. En hvað um það, því eftir næstu kosningar losnum við landsmenn góðir, við þetta fólk af þingi, já og þar mættu fleiri fylgja þeim eftir.
mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóst ekki við öðru..

en hún stæði sig vel. Hef séð nokkra leiki með Þó/KA í sumar, og þar hefur hún staðið sig frábærlega. Sigurður þú verður bara að láta hana vera oftar í byrjunarliðinu, það er oft erfitt fyrir leikmenn að sýna hvað þeir geta, þegar þeir fá ekki að spila nema kanski síðustu 10-15 mínúturnar. Óska stelpunum og öllum sem að landsliðinu koma til hamingju með frábæra skemmtun á fimmtudagskvöldi.
mbl.is Sigurður Ragnar: Besti landsleikur sem ég hef séð Rakel spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning...

þessi drengur á eftir að gera góða hluti fyrir Man U. Hann er búinn að vera í skugga Ronaldos síðustu ár, en nú kemur í ljós að hann er alls ekki síðri leikmaður en Ronaldo, kraftmeiri, úthaldsmeiri og mikill markaskorari. Góðar stundir.
mbl.is Denis Law: Rooney getur slegið öll met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlum að vera...

trú okkar kjósendum, og okkar stefnuskrá segir Margrét Tryggvadóttir. Ég bara spyr hvort það sé ekki í lagi með þig Margrét, ég veit ekki betur en það hafi allt orðið vitlaust innan hreyfingarinnar, vegna þess að þú og tveir samþingmenn þínir fóru ekki eftir stefnuskrá hreyfingarinnar, og þið olluð óánægju margra kjósenda. Það er nú bara svo með ykkur, sem og aðra menn og konur sem fara inn á þing, að þið svíkið allt sem þið lofuðuð kjósendum fyrir kosningar. Svei ykkur bara.Shocking
mbl.is Átök innan Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki liggur fyrir...

hvort verður farið fram á gæsluvarðhald. Nei nei bara sleppa þeim aftur, svo þeir geti haldið áfram að stela. Ef þetta eru Pólverjar, eða aðrir útlendingar, þá er lausnin að senda þá til síns heima með næstu vél, og hleypa þeim aldrei inn í landið aftur. Þar með mundi sparast all góður peningur úr ríkiskassanum.
mbl.is Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur maðurinn...

hefur verið þinginu til skammar, hvort heldur ódrukkinn, eða drukkinn. En ef maðurinn hefur verið drukkinn, ja þá hlýtur hann að hafa þambað vínið með matnum, því að hans sögn segist hann hafa fengið sér vín með mat fyrr um daginn (býst við að það hafi verið rauð eða hvítvín) en andskotinn ekki verður maður drukkinn af einu eða tveim léttvíns staupum, sem er nú svona algengt að séu ekki fleiri með mat.
mbl.is Ragnheiður: Ekki þinginu sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband