Alveg voru þeir...

í sérflokki Red Bull bílarnir í dag, höfðu yfirburða foristu frá upphafi til enda. En mikið og andskoti er leiðinlegt hvað stöðin treður inn mikið af auglýsingum, hún gjörsamlega eiðileggur kappaksturinn með þessu auglýsingaflóði, það væri áhugavert að grenslast um það hvort það sé leifilegt að slíta kappaksturinn svona í sundur með auglýsingum. Þegar 20 hringir voru eftir, þá komu auglýsingar í tvígang, og meðan þær voru þá voru samtals keyrðir 7-8 hringir. Er virkilega hægt að bjóða áskrifendum upp á svona lagað? Svo má bæta því við að stöðin sjálf auglýsti mikið á þessum síðustu 20 hringum.
mbl.is Webber vinnur fyrsta sinni í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur?

Jú ekki vantaði hraðan, spilamenskuna, mörkin og spjöldin. Ég hafði ekki tölu á því hvað spjöldin voru mörg, og megnið af þeim út af leikaraskap leikmanna, þar sem þeir sáust veltast um grasið við litla sem enga snertingu, og dómari leiksins lét glepjast af leikaraskapnum. En gott mál að R.M. heldur toppsætinu, og vonandi verður svo til loka.
mbl.is Real Madrid áfram í toppsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já maður spyr...

sig hverslags helvítis sóðaskapur þetta sé, að hrækja í gerfigrasið. Hrækja menn í teppið eða parketið heima hjá sér, eða sjáum við handboltamenn hrækja í gólfið í æfingum eða leikjum? Ég held varla.
mbl.is Sótthreinsað í Boganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu gat maður...

svo sem búist við, því ef að Chelsea tapar leik þá er það alltaf dómaranum að kenna hvað viðvíkur knattspyrnustjóra liðsins, og því skal maður eigi undrast tuð og mótmæli leikmannana í hvert einasta skipti sem dómari dæmir á þá fyrir brot, þegar að stjórinn kennir alltaf dómurum um ef lið hans tapar stigum, og smitar þessu út til leikmanna sinna.
mbl.is Villas-Boas vandaði Foy ekki kveðjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta einn...

besti leikur Íslands undir stjórn Óla? Maður er bara ekki frá því, alllavega miðað við þá leiki sem ég hef séð, en mér fannst strákarnir standa sig frábærlega vel, skora þrjú mörk á útivelli frábært.
mbl.is Þrjú mörk gegn Portúgal en 5:3 tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur.

Já frábær leikur, og mínir menn léku meistaralega oft á tíðum, sem skilaði þeim sanngjörnum sigri. City-menn ansi grófir oft á tíðum í leiknum, enda fóru ansi mörg gul spjöld á loft, og hefði einn þeirra manna átt að fá beint rautt fyrir grófa tæklingu.
mbl.is Nani: Svona er Man. United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fràbær kappakstur

sennilega sà besti à àrinu,mikid um framùrakstur og bara spenna frà byrjun til enda.
mbl.is Herfræði Hamiltons best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð til í þessu...

hjá Button. Það sjá það allir sem fylgjast með formúluni að Hammilton er keppnismaður mikill, og vill vera á meðal þeirra fremstu í hverri keppni. Oft á tíðum er hann kanski full djarfur, en svo finnst mér full gróft þegar dómarar eru að refsa fyrir smá nudd og pústra, það væri lítið varið í kappakstur ef ökumenn taki ekki smá sjensa á framúrakstri, þó þeir nuddist aðeins utan í aðra.
mbl.is Button ver Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu bara..

já ég held það væri best fyrir Man City, enska knattspyrnu, og aðdáendur hennar að þessi drengur færi sem lengst frá Englandi, því hann hefur haft allt á hornum sér þar, og væri best geymdur annarstaðar.
mbl.is Tévez má fara frá City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýst vel...

á það, vonandi verður honum boðinn nýr samningur. Það er gott að hafa svona mann sem getur komið inn í leik og skorað mörk. Mætti nýtast oftar.
mbl.is Owen vill halda áfram hjá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband