Drama í boltanum í gær.

Já það gekk ýmislegt á í leikjum gærdagsins. Súri dýfði sér ekkert í leiknum á móti Everton, nema þegar hann fagnaði marki sýnu fyrir framan Moyes, sem hafði gagnrýnt hann fyrir leikaraskap. En aftur á móti varð fyrirliði Everton sér og sínum til skammar að sögn (sá ekki allan leikinn) fyrir dýfu. Mark dæmt réttilega af Liverpool, en mér er nú nokk sama um það. Í hinum leiknum Chelsea-Man Utd var mikið fjör, tvö rauð spjöld, og annað þeirra fyrir dýfu, ólöglegt mark skorað, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er sko skemmtilegt, svona eiga leikir að vera, allskonar vafa atriði, og nóg fyrir fréttamenn og bloggara að skrifa um, í stað þess að fara að troða einhverjum skynjurum á vellina sem eiga að segja til um hvort það var mark, eða hvort að þessi eða hinn var rangstæður, en e.h. hefur borið á góma að vera með svoleiðis tækni líka. Ef það á að fara að tæknivæða fótboltann, eins og hefur verið rætt um, ja þá bara verður þetta ekkert gaman lengur, ekkert hægt að rífast um, því tæknin hefur þetta allt á hreinu. Nei höldum okkur bara við gamla góða fótboltan, öll vafa atriðin, nóg að skrifa um rífast og þræta um, þannig á þetta að vera.
mbl.is Ferguson: Gangi dómaranum vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært.

Og nú er bara að tryggja sér titilinn á heimavelli þann 4 sept. Akureyringar allir á völlinn, og hvetjum stelpurnar okkar til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils.
mbl.is Þór/KA færðist nær titlinum með jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla svo...

sannarlega að vona að hann verði ykkur erfiður, og að þið skíttapið honum Mancini góður.
mbl.is „Verður erfiðara gegn Newcastle en Man Utd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Satt og rétt.....

hjá þeim gamla, svona jafnast út yfir heildina eins og hann tekur fram. Hvað ætli Utd hafi orðið af mörgum augljósum vítaspyrnum, og fengið á sig ósanngjarnar vítaspyrnur? En það er nú svo að vegna þess að þetta er leikmaður Utd þá er gagnrýnin hvað mest í hávögum höfð, en ef það hefði verið leikmaður annars liðs. Tökum t.d. Drogba það er ekki mikið minst á allar hans dýfingar í leiknum við Barcelona, alls voru þær 20 við litla sem enga snertingu, og tíminn sem hann lág við að sleikja grasrótina mældist e.h. um 6 og 1/2 mín. það hefur ekki verið mikið fjallað um það í fjölmiðum, nei því þetta er ekki leikmaður Utd.
mbl.is Ferguson ræddi við Young um leikaraskapinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna.

Þetta er sko hrein árás á leikmanninn boltinn víðs fjarri, og hann gefur honum bera hnefann í kviðinn þetta kallast ofbeldi, og lágmark 5 leikja bann ætti að vera fyrir svona árás.
mbl.is Ivanovic sló leikmann Wigan (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Sunderl.

verst að þeir skyldu klúðra þessu í jafntefli þegar ekki voru nema 10 mín. eftir, og höfðu tveggja marka foristu. Nú er bara skyldusigur hjá mínum mönnum á mánudag, komast í 5 stiga forskot, og svo vinnur Arsenal-City leikinn og mínir menn vonandi þá komnir með 8 stiga forskot þegar 6 umferðir eru eftir, og þá blasir sá 20ugasti við.
mbl.is Mancini: Vörðumst afar illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf góður í afsökunum.

Já alltaf getur Mancini svarað fyrir sig og komið með allskonar afsakanir ef lið hans tapar stigum. Ef það er ekki þreytan hjá liðinu,(ætti þá ekki að vera svipuð þreyta hjá Utd liðinu ég held að þeir séu með svipað marga leiki síðustu misseri) þá ja við áttum ekki að fá þetta mark eða mörk á okkur, við áttum að skora fleiri mörk og þar fram eftir götunum. Ég held að þessi stjóri hafi aldrei í vetur viðurkennt að lið hans hefði átt skilið að tapa stigum, ég held hann blessaður maðurinn líti á sig sem e.h. Guð almáttugan fótboltans og eigi því ekki að geta tapað. En þetta var yndislegt að City tapaði, og ekki dónalegt að það skyldi vera íslendingur í liðinu sem lagði þá að velli, og það meir að segja Utd stuðningsmaður, sem varð til þess að Utd fór á TOPPINN.
mbl.is Mancini: Þreyta í mínu liði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var....

fólskuleg árás á liggjandi leikmann, og ef hann fær ekki bann fyrir þetta, þá á félagið að sjá sóma sinn í því og setja leikmanninn í bann samanber RM gerði við Pepe. Svona leikmenn eiga bara heima annarstaðar en í fótbolta.
mbl.is Balotelli átti ekki að vera inná
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfuls...

lýgi í þessum aumingja (tek fram að RM er mitt lið á Spáni) þetta var ásetningur og ekkert annað. Svo bætir ekki úr skák þegar hann segist biðjast afsökunar, ef að Messi sé eitthvað móðgaður yfir þessu. Þessi maður er heimskur, og það nautheimskur, og á heima annarstaðar en í fótbolta, því þetta er ekki fyrsta ásetningsbrotið hans.
mbl.is Pepe biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nokkuð til...

í þessu hjá Woodgate, að Tottenham er með þræl skemmtilegt lið. Hraða leikmenn, vel spilandi maður á mann og lítið um misheppnar sendingar, miðað við hjá mínum mönnum. Ég mundi vel vilja sjá Tottenham í einu af fjórum efstu í vor, en að vísu ekki á kostnað minna manna. Svo spyr maður sig hvort ekki hljóti að vera e.h. í gangi hjá þessum blessuðu dómurum í enska boltanum. Það er nánast eftir hvern leik að knattspyrnustjórar kvarta yfir lélegri dómgæslu, og það er ekkert gert í þessu.
mbl.is Tottenham sterkara en United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband