Frábært hjá Tottenham

Frábær leikur og frábær sigur hjá Tottenham,og auðvitað var það lánsmaðurinn frá Man Utd sem kom mikið við sögu,og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.Ferguson verður að halda þessum manni,tel það vænlegri kost heldur en að fara að borga 32 millur punda fyrir Tevez eða hvað það nú var.Frábær leikmaður þessi Campbell,framtíðar leikmaður Man U.
mbl.is Tottenham sló Liverpool út úr deildabikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd leik til góða

Já það munar 8 stigum í dag,en MU á leik til góða svo að ef sá leikur vinnst,þá eru þetta bara 5 stig,og 27 umferðir eftir.Svo við skulum ekki afskrifa MU um titilinn alveg strax.En þeir verða þá líka að fara að taka sig á og skora mörk,það þýðir lítið að eiga meir en minna í leikjunum,en það þarf líka að koma tuðruni í mark andstæðingana,sem hefur verið mikill hörgull á,miðað við öll færin sem þeir hafa fengið.
mbl.is Lampard ekki búinn að afskrifa United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjörn úrslit?

Jú ég held það bara,og óska Arsenal mönnum til hamingju.Þegar menn nýta færin,ja þá held ég að úrslitin séu bara sanngjörn.Það er ekki nóg að vera meira með tuðruna,það þarf að koma henni í mark andstæðingana.en það var mínum mönnum alveg fyrirmunað,og ekki í fyrsta skipti.Maður hélt að Rooney væri kominn í marka gírinn,eftir góð mörk með landsliðinu,og svo í deildini eftir það,en svo virðist ekki vera,þar sem hann misnotar hvert dauðafærið á fætur öðru.Svo á ég bágt með að skilja kallin að vera með gamlingjann hann Neville inn á,allavega svo lengi sem hann var,átti að setja Rafael inn á a.m.k. í hálfleik.Í seinna markinu var vörnin algjörlega út á hól,Nasri skilinn eftir í teignum,og átti ekki í vandræðum með að skora.Það var eitt gott við þetta,allavega fyrir Arsenal aðdáendur,að fýlusvipurinn fór af Wenger,eftir misgengi liðsins í síðustu leikjum.Áfram Man.Utd.
mbl.is Arsenal lagði Englandsmeistarana, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstefna

Leikurinn jafn sagði Strachan,veit ekki á hvaða leik hann hefur verið að horfa.Seinni hálfleikurinn fór nánast allur fram á vallarhelmingi Celtic,en það var eins og það hefði verið múrað upp í markið,því svo hetjulega vörðust Celtic menn.Vona bara að Celtic klári sína tvo leiki,og það sama á við um mína menn.
mbl.is Giggs: Fannst við verðskulda að sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvað saltið

Ég verð nú að segja að mér hefur fundist þessi sandaustur óþarflega mikill undanfarin ár.Það er verið að ausa sandi á nánast hver gatnamót,menn verða bara að fara að læra að keyra miðað við aðstæður(flýta sér hægt).Og í Guðsbænum farið ekki að ausa mikið af salti á göturnar.
mbl.is Alvarlegt og óviðunandi ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stress já mikið stress

Það er ekki hægt að segja annað en við höfum verið ansi stressaðir þarna í lokin ég og synir mínir,og hafði annar á orði,þegar Vettel fór fram úr Hamilton,að hann væri hættur að styðja McLaren.En það var fljótt að breitast,þegar Hamilton skreið fram úr Glock á síðustu metrunum,og heimsmeistara titillinn var í höfn,sem hann var vel að kominn, og heyrðust öskrin í okkur feðgum eflaust um allt kverfið.Óska honum og öllum McLaren aðdáendum til hamingju.Já og ekki má ég gleima yngsta bróður mínum,sem að sveik lit fyrir tveimur árum, og elti Kimi yfir til þeirra rauðu.Já bara nokkuð góður endir á þessari helgi,Hamilton heimsmeistari,og mínir menn í boltanum komnir í þriðja sæti. Góðar stundir.
mbl.is Hamilton heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn í sárum

Er spanjólinn enn sár af því að hann þurfti að hrökklast frá McLaren,út af frekju og yfirgangi.Ég hef hvergi séð það í fjölmiðlum hér á landi,að ökumenn styðji Massa frekar en Hamilton í titilslagnum.Ef svo reynist vera,þá fer að hvarla að manni hvort að það séu kynþáttafordómar hjá formúlu ökumönnum?
mbl.is Alonso: Ökumennirnir vilja frekar Massa sem meistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri vitleysan

Hvað er eiginlega að ske með þessa blessaða dómara.Hér áður fyrr sá maður bílana oft og tíðum nuddast saman án nokkurar refsingar,en í dag meiga bílarnir ekki nuddast saman,þá fá þeir refsistig.En í þessu tilviki tel ég að það hafi verið rangur maður sem fékk refsinguna,Massa var sökudólgurinn,en þar sem hann var búinn að fá eina refsingu,hafa dómararnir ekki haft þor til að refsa honum aftur.Var það ekki vegna þess að þetta var Ferrari?
mbl.is Bordais refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Alveg rétt hjá Jóni,nú þýðir enga helvítis linkynd,og ég krefst þess sem Íslendingur að G.H.og hans ríkisstjórn láti verða af því,og sæki bretann til saka.Það er ekki hægt að láta þetta fól,sem Gordon Brown er í mínum huga koma svona fram við okkur Íslendinga.
mbl.is Brown öfundsjúkur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband