Rétt hjá Ferdinand

Ég er alveg sammála Ferdinand,að það á að svifta liðum stigum þar sem ber á kynþáttafordómum,í garð leikmanna.Peningasektir hafa ekkert að segja í dag, þar sem peningaflæðið er orðið svo gríðarlega mikið,að liðum munar ekkert um að púnga út nokkrum þúsundum.Stigasvifting eða heimaleikjabann hefðu eflaust miklu víðtækari áhrif.
mbl.is Ferdinand gagnrýnir FIFA og Blatter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruggludallur

Þetta er bara einn af þessum ruggluðu Ítölum,því ekki veit ég hvort það er við Massa að sakast, að hann fór af stað með bensíndæluna,nema að því leitinu að hann keyrði ansi langt með hana í eftirdragi.En ég var ósköp kátur með öll mistökin hjá Ferrari í þessum kappakstri.Svo skulum við sjá hvort þeir rauðu ná tveimur fyrstu sætunum,í þessum þremur sem eftir eru.Ég hef ekki mikla trú á því,nú er komin mikil pressa á þá eftir að hafa fengið gula spjaldið hjá forstjóranum,og fara þeir þá ekki að gera mistök.En sjáum til hvort það verður ekki bara rauða spjaldið eftir næsta kappakstur.
mbl.is Ferraristjóri sér rautt og aðvarar Massa og Räikkönen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðum nú við

Inter uppskar þó nokkuð af spjöldum,m.a. tvö rauð,að vísu var búið að skipta öðrum leikmanninum út af þegar hann fékk rauðaspjaldið.Eftir það léku AC Milan 10 þó að þeir hafi fengið tvö rauð spjöld.Þetta er aldeilis vel skrifað,ég segi nú ekki annað.
mbl.is Ronaldinho hetja AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við öðru að búast.

Hamilton tekur þetta bara á brautini,svo framarlega sem dómarar fara ekki að hirða af honum fleiri stig,en búið er.
mbl.is Hamilton tapaði áfrýjuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar myndavélar takk.

Ég er sammála Platini með það,að myndavélar í vafaatriðum vil ég ekki sjá.Það er bara til að eyðileggja fótboltann,það eru þrír dómarar sem eiga að sjá um dómgæsluna áfram,engar myndavélar takk.
mbl.is Wenger gáttaður á ummælum Platinis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt Utd-lið

Óska Liverpool mönnum til hamingju með sigurinn,sem var sanngjarn.Mín skoðun er að Utd liðið hafi svo gjörsamlega verið á rasskatinu í þessum leik,alveg frá A-Ö.Þeir virkuðu fyrir mér sem áhugalausir,og ef ekki verður bót á leik þeirra,ja þá lenda þeir svona um miðja deild í vor.Maður spyr sig bara hvað hafi eiginlega verið að leikmönnunum,virkuðu eins og þeir hefðu engan áhuga á verkefninu,mishefnaðar sendingar,já og fyrir mér allavega virkuðu þeir  latir.
mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

Tökum nú sem dæmi að EF þeir fyndu eitthvað að mótornum(sem ég býst ekki við að verði)yrði þá aftur hringlanda háttur með úrslitin á Spa, þannig að Heidfeld yrði fyrstur Hamilton annar og Alonso þriðji?
mbl.is Mótor Massa rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála.

Alveg er ég sammála þessu,miðað við hvernig þetta er búið að vera í sumar,þá er bókstaflega ekkert að ske,sama röðin á bílunum frá upphafi til enda,svo það getur verið ansi leiðigjarnt að sitja yfir þessu á annan tíma. Skemmtilegasti kappaksturinn var sá síðasti á Spa,sem var síðan eyðilagður af dómurum.
mbl.is Vilja styttri kappakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gat verið

Já fljótir voru þeir til að kæra.Enda ef að þetta blessaða Ferrari lið vinnur ekki á brautini,þá reyna þeir að vinna kappaksturinn á kærum.Mín skoðun á þessu atviki er að Kimi hafi verið kominn það utarlega í beigjuna að Hammilton hafi þurft að keyra út úr brautini,en sá ekki betur en hann hleypti Kimi fram úr sér,áður en hann lagði í aðra atlögu að honum.En kappið hjá Kimi var meir en forsjáin,sem varð til þess að hann réð ekki við fákinn sinn,og fór að hringsnúast í bleytuni,og endaði á vegg.Ég er ekki sérfróður um reglur kappakstursins,en gat ekki séð neitt athugavert við þetta,og því spyr maður bara hvers vegna kærir Ferrari?Kenna þeir Hammilton um að Kimi fór þvers og kruss eftir brautini og datt síðan út eftir að fór að rigna?Nú býður maður spenntur eftir því hvað dómararnir gera,láta þeir Ferrari vaða yfir sig eina ferðina enn,og gefa þeim auka stig?
mbl.is Rimma Hamiltons og Räikkönen í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Redknapp

Það er alveg rétt sem kallinn segir,að öll úrvalsdeildarliðin fara að verða í eigu erlendra biljónamæringa,og ekki nóg með það heldur fara eflaust stjórarnir og leikmenn að koma erlendis frá,ja þá verður þetta varla enskur bolti lengur.Mín skoðun er að það sé að verða slæm þróun í þessu.
mbl.is Redknapp fer ekki til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband