Meiri vitleysan

Hvað er eiginlega að ske með þessa blessaða dómara.Hér áður fyrr sá maður bílana oft og tíðum nuddast saman án nokkurar refsingar,en í dag meiga bílarnir ekki nuddast saman,þá fá þeir refsistig.En í þessu tilviki tel ég að það hafi verið rangur maður sem fékk refsinguna,Massa var sökudólgurinn,en þar sem hann var búinn að fá eina refsingu,hafa dómararnir ekki haft þor til að refsa honum aftur.Var það ekki vegna þess að þetta var Ferrari?
mbl.is Bordais refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta liggur í augum uppi. Allar reglur Formúlu 1 eru sniðnar að því að Ferrari vinni og dómararnir dæma auðvitað í samræmi við það. Hér eru nokkur dæmi:

Í fyrra voru tveir bílar færðir niður vegna refsingar eftir síðasta mótið. Skv. því hefði því Hamilton átt að færast upp um tvö sæti og fá stig í samræmi við það sem þá hefði gefið honum heimsmeistaratitilinn, en dómararnir ákváðu að í þetta skiptið skyldu þessir bílar færast niður án þess að þeir bílar sem á eftir komu fengju stigin sem þeir hefðu annars fengið, og þannig færðu þeir Raikonen heimsmeistaratitilinn á silfurfarti (rétt að geta þess að fyrir þetta atvik var ég Raikonen aðdáandi).

Í keppninni í dag þá missti Hamilton bílinn út úr fyrstu beigju þar sem hann kom of hratt í beigjuna. Refsing gegnumakstur, þrátt fyrir að hann hefði engan bíl snert. Vitanlega urðu nokkrir bílar fyrir seinkun, þ.á.m. Ferrari. Ég man nú ekki eftir að neinn hefði fyrr fengið refstingu fyrir svona og man ekki betur en að menn hafi hingað til flokkað það undir akstursatvik, við skulum hafa það í huga að Hamilton tapaði líka á þessu þó nokkrum bílum fram úr sér.

Í dag keyrði líka Massa beint á Hamilton og snarsneri honum þannig að hann komst ekki á brautina aftur fyrr en allir voru komnir framhjá honum. Auðvitað varð að refsa Massa þar sem brotið var svo augljóst að meira segja blindur áhorfandi hefði séð það með báðum augum, en það var allt í lagt þar sem refsingin var ekki meiri en svo að Massa græddi samt á því að keyra Hamilton út úr keppninni, með því að eftir að Massa hafði tekið út refsinguna þá var hann ennþá þó nokkuð fyrir framan helsta keppinaut sinn, Hamilton.

Og svo þetta dæmi með han Bordais, auðvitað varða að refsa honum, ég meina keppnin er orðin svo mikil í Massa að ná sér í stig og verða sem fremstur þannig að hann verði næsti heimsmeistari, að hann verður að fá leyfi til að keyra menn út úr keppninni, eða að öðrum kosti refsa þeim sem eru að flækjast fyrir. Tillitssemi eða eðlileg keppni er ekki fyrir Ferrari, bara alla aðra sem þátt taka í Formúlu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband