Frábær kappakstur.

Ég held sé óhætt að segja að þetta sé besta keppnin á árinu. Fullt af framúrakstri, smá pústrar, hvað er hægt að hafa það fullkomnara. Svo er náttúrlega frábært hjá Brawn liðinu að hampa  heimsmeistaratitli bæði ökumanns og bílaframleiðanda. Einnig fanst mér frábært hjá Hammilton að vinna sig úr 17.sæti, upp í það 3ja.
mbl.is Button heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg ásökun.

Já ég tel þetta vera það alvarlega ásökun, sem Höskuldur gefur hér til kynna, þar sem hann segist hafa heyrt að Jóhanna hafi beðið Stoltenberg um svona bréf (tel það vera bréfið þar sem okkur standi þetta lán ekki til boða) að hann verði hreint og beint að segja af sér sem þingmaður, ef enginn fótur er fyrir þessu. Reynist þetta rétt hjá honum, ja þá hefur Jóhanna heldur betur gert glappaskot, og ætti að segja af sér með það sama. Þetta þarf að rannsaka alveg oní kjölinn að mínu áliti, því það þeirra sem er sek í þessu máli getur ekki verið deginum lengur í því starfi sem það gegnir.
mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausamunir fjúka.

Maður spyr sig nú bara hvað er að fólki, það er búið að tilkynna í fleiri fleiri fréttatímum, veðurfréttatíma, o.fl. um að óveður sé að ganga yfir landið, en samt hefur fólk ekki rænu á því að ganga þannig frá lausamunum að þeir fjúki ekki.Shocking
mbl.is Margar hjálparbeiðnir í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur og enn..

er það Giggsarinn sem reddar málunum. Mér fannst þetta afskaplega hægur og ja frekar leiðinlegur leikur,að minsta kosti fyrri hálfleikur. MU tók loks við sér eftir að Wolfsburg skoraði, en fram að því hélt maður að þetta yrði hundleiðinlegt 0-0 jafntefli. En maður getur ekki annað en hrósað gamla manninum, og á ég þá við Giggs, sem virðist þó alltaf vera jafn ungur, enda var hann á fullu bæði í sókn og vörn, og held ég það ekki ofsögum sagt að hann hafi verið einn besti, ef ekki besti maðurinn á vellinum. Það er svolítið óvanalegt að sjá Rooney liggja frammi nánast allan leikinn, maður er vanur að sjá hann þeitast völlinn endana á milli allan leikinn, en nú fannst mér bara eins og hann væri latur. En kanski það hafi verið skipun frá stjóranum, að hann lægi frammi. Afskaplega leiðinlegt fyrir Owen að þurfa að yfirgefa völlinn meiddur þar sem landsliðsþjálfarinn var að fylgjast með leiknum, og blessaður drengurinn að reyna að komast í landsliðshópinn, en vonandi að hann komi fljótt til, og verði tilbúinn í púllara leikinn.
mbl.is Owen fór meiddur af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann heldur áfram..

að væla. Já já Tevez minn góður fagnaðu bara nógu mikið,  þegar og ef þú skorar á móti MU. En í Guðs bænum vona ég að þú farir að hætta þessu væli, það vita náttúrlega allir að þú dauð sérð, og munt alltaf sjá eftir að hafa yfirgefið MU.
mbl.is Tevéz hefur snúist hugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur maður..

og á ég þá við Ryan Giggs, sem með frábærum sendingum sá til þess að Man U fór með 3 stig úr þessum leik. Var ekkert að ganga upp hjá Man U í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að vera nánast í stórsókn, en um leið og sá gamli (Giggs) kom inn í þeim seinni, þá bara gjörbreyttist liðið. Frábær knattspyrnumaður kominn hátt á fertugsaldurinn.Joyful
mbl.is Fyrsta tap Chelsea - Keane með fernu fyrir Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja þetta er...

alveg nýtt fyrir mér, að ríkið borgi dagblöðin fyrir þingmennina, ég bara trúi þessu ekki. Hverslags andskotans aumingjar eru þessir þingmenn okkar ef þeir geta ekki borgað sjálfir sín dagblöð, eins og aðrir þegnar þessa lands. Nei ekkert svona helvítis bruðl, afnema öll svona fríðindi hjá þessum mönnum, þeir hafa alveg sæmandi laun til þess að borga þetta sjálfir, alveg eins og aðrir landsmenn.Shocking
mbl.is Alþingi hætt að greiða fyrir heimsend dagblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var kominn..

upp að hverjum? Ekki var sá sem hljóp inn á völlinn kominn upp að Bellamy, því það var búið að handsama hann áður, ef hann hefur þá ætlað sér að angra Bellamy e.h. Bellamy aftur á móti, sem var í nokkura metra fjarlægð frá manninum, gekk til hans, þar sem honum var haldið af vallarvörðum, og danglaði í andlit hans. Auðvitað eiga félög að refsa leikmönnum fyrir svona háttalag, sem á alls ekki að sjást frá leikmönnum inn á leikvelli. Mér findist líka að MU ætti að fá sekt fyrir það að láta áhorfanda komast inn á völlinn, öryggisgæsla ætti að vera það mikil á leikvöllum að svona geti ekki gerst. Hver tilgangur mansins með þessu veit sjálfsagt enginn nema hann, var þetta bara e.h. sprell hjá honum, eða ætlaði hann sér að hjóla í e.h. leikmann?
mbl.is Man.City ætlar ekki að refsa Bellamy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaah..

ég held nú að Borgarhreyfingin megi vera fegin að vera laus við þetta pakk sem þríeykið er. Ekki hafði ég allavega trú á þessu liði, nema þá einna helst þór, en hann vill búa við konuríkið blessaður maðurinn sá. En hvað um það, því eftir næstu kosningar losnum við landsmenn góðir, við þetta fólk af þingi, já og þar mættu fleiri fylgja þeim eftir.
mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóst ekki við öðru..

en hún stæði sig vel. Hef séð nokkra leiki með Þó/KA í sumar, og þar hefur hún staðið sig frábærlega. Sigurður þú verður bara að láta hana vera oftar í byrjunarliðinu, það er oft erfitt fyrir leikmenn að sýna hvað þeir geta, þegar þeir fá ekki að spila nema kanski síðustu 10-15 mínúturnar. Óska stelpunum og öllum sem að landsliðinu koma til hamingju með frábæra skemmtun á fimmtudagskvöldi.
mbl.is Sigurður Ragnar: Besti landsleikur sem ég hef séð Rakel spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband