Sanngjarnt

Já þetta var sanngjarn sigur börsunga, en í upphafi hélt maður að nú ætluðu mínir menn sér að taka þetta, en það entist ekki nema fyrstu 10 mínúturnar, eða þar til þeir fengu á sig fyrra markið, þá fannst manni þeir bara koðna niður. Já þetta var ekki dagur Utd liðsins í dag, vörnin frekar sofandi í báðum mörkunum að mínu áliti, en stóð sig annars nokk vel. Sóknin alls ekki nógu beitt, nema þarna fyrstu 8 eða 9 mínúturnar, lítið um skot að marki, en það var líka við sterka vörn börsunga að eiga. Já því miður þá átti Utd ekki sinn besta dag í dag, Rooney langt frá sínu besta, og skotin að marki sennilega færri en fingur beggja handa. En mikið og afskaplega fannst mér Puyol fyrirliði þeirra börsunga óheiðarlegur leikmaður, hann veltist um grasið í þrí eða fjórgang og virtist sárþjáður, þó varla hafi verið um snertingu að ræða, oft á tíðum hefur Ronaldo verið krítiseraður fyrir svona, en hann kemst ekki í hálfkvist við þennan spanjóla.
mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband