10.8.2009 | 18:01
En.....
auðvitað átti dómarinn að stöðva leikinn þegar Utd missti boltann, þó svo hann hafi nýtt hagnaðaregluna, því Evra lá enn óvígur á vellinum. Ballack hefði átt í það minsta að fá gult spjald fyrir þetta brot. Sama er hægt að segja þegar Terry feldi Nani, sem lá óvígur á vellinum (farinn úr axlarlið) þar hefði kanski líka átt að stöðva leikinn, en í stað þá geistust Chelsea menn í sókn, sama hvernig Utd menn bentu þeim á að setja boltann útaf, því það lægi leikmaður meiddur á vellinum. En eflaust er erfitt fyrir dómara að skera úr um það hvenær, og hvenær ekki á að stöðva leik. En dæmið með Evra og Ballack var gróft brot hjá Ballack, og beint fyrir framan nefið á dómaranum, svo maður bara spyr hvers vegna spjaldaði hann ekki Ballack. En stuttu síðar stöðvar hann leikinn og spjaldar Evra fyrir að tækla Ballack, sem var engin tækling til að gefa spjald, því Evra fór í boltann. Góðar stundir.
![]() |
Ballack fær enga refsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Margrét María skipuð í embætti
- Karlmaður látinn eftir umferðarslys
- 2,5 milljarðar í rafbílastyrki
- Ríkið stefnir LSS fyrir Félagsdóm
- Sprungur gleikkuðu í Grindavík
- Snjókoma, slydda eða rigning
- Engin virkni á gossprungunni
- Þjófar réðust á starfsmenn
- Miklu stærri og lengri kvikugangur
- Útkall vegna vatnsleka
- Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi
- Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár
- Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði
- Segir ákall um breytingar: Ég er klár í verkefnið
- Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins
Fólk
- Val Kilmer látinn
- Útdeildi eiturlyfjum til stjarnanna
- Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum
- Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum
- Myndskeið: Katrín sló persónulegt met
- Hvar voru Brooklyn og Nicole?
- Fyrrverandi kærasta Andrésar komin með nóg af lygum
- Eiginkona Brosnan frumsýndi myndarlegt þyngdartap
- Rifjar upp eitt mesta hneyksli í kringum Beckham-hjónin
- Fetaði í fótspor föður síns
Athugasemdir
Ballack hefur alltaf verið einn af leiðinlegustu leikmönnum deildarinnar, Chelski eru nú þegar með þann leiðinlegasta sem er Drogba, þannig að Chelski er eitt leiðinlegasta lið veraldar og ekki batnar það með tilkomu Carlo þjálfara þeirra.?
en mig langar samt alltaf jafnmikið að kyrkja ballack þegar ég sé hann spila, hann er heppinn að ég er ekki leikmaður í ensku deildinni, held að ég væri löngu búinn að binda enda á ferli hans.
Arnar (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:05
Hehe, var semsagt bara aldrei dæmt á Chelsea?
Chelsea eru með refi eins og Drogba og Ballack sem kunna alveg að spila á gráu svæðin. Það hefði vel mátt stoppa leikinn fyrir Evra en þetta virkaði ekki vera neitt sérstaklega gróft brot, ekki einu sinni í endursýningunni.
Ég er nú enginn Chelsea aðdáandi en þeir voru yfirburðarlið í þessum leik og Man Utd aðdáendur geta prísað sig sæla að hafa a.m.k. fengið tækifæri til þess að æfa sig aðeins í vítunum (ekki veitir af) eftir kolólöglegt mark hjá Rooney.
Verður snúið ár hjá Manchester mönnum í ár held ég, United allavega.
Góðar stundir.
Óli Palli (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 19:35
Vælubíllinn er á leiðinni. Þrælmerktur Manure í bak og fyrir.
Páll Geir Bjarnason, 10.8.2009 kl. 21:03
Það er hægt að velta vöngum fram á næsta vor hvort hann hefði átt að stöðva um leið. Hefðu liðsmenn manutd t.d. verið ánægðir með að láta söðva sig í miðri sókn? Á alltaf að stöðva leik ef leikmaður heldur um andlitið (líka Drogba)?
Það sem Ferguson og aðdáendur manutd eiga að mínu mati að vera reiðir yfir er að eftir að leikmenn liðsins töpuðu boltanum eftir brotið, þá hafði ekki einn einasti leikmaður áhuga á því að hlaupa til baka. Fletcher var t.d. á jogginu allan tíman sem chelsea rauk í sókn.
Rúnar Geir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.