Bensi Spanjó

Spanjólinn biðlar til Arsenal að sýna hvað þeir geti. LoL   Er spanjólinn svona andskoti vitlaus, að halda að Arsenal ætli að gefa e.h. eftir í þessum leik, maður spyr sig nú bara að heimsku mansins. Arsenal hefur ekki hingað til sýnt annað en hörku leiki á O.T. og mun eflaust ekki verða lát á því, það þarf engan spanjóla til að biðla um það. Nei Bensi minn, ég held (vona) að þú sjáir á eftir titlinum í þetta sinn. Þetta verður eflaust hörkuleikur, eins og þessara liða er von og vísa, og ætla ég að vona að mínir menn nái nú að landa titlinum á heimavelli á morgun, þá geta þeir farið rólega í síðasta leik, og jafnvel hvílt lykilmenn. Góða helgi.Joyful
mbl.is Benítez biðlar til Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Hjörtur þú veist það minn kæri að hjá okkur púllurum er vonin ein eftir, feita kellingin er byrjuð að góla en ég vona eins og benni að Arsenal girði sig í brók og veiti Rónvaldi Rassmussi þá refsingu sem honum reyndar þykir ágæt og það er að verða rassskelltur á beran bossann á morgun þannig að það haldist nú einhver spenna í þessu fram á síðustu stundu, en það er ekki nóg fyrir benna bjarta að biðja guð og Wenger að hjálpa sér nema Liverpool landi sigri á sunnudaginn sem er langt frá því að vera gefið. Megi betra liðið landa titlinum í vor Hjörtur. kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 15.5.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta verður hörkuleikur enda tvö bestu liðin í deildinni.

Víðir Benediktsson, 15.5.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Benitez biðlar ekki neitt. Þetta er tilraun blaðamanna til að færa í stílinn. Benitez sagði orðrétt:

„Við höfum fulla trú á því að Arsenal muni spila vel. Þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum, en í þetta skipti munum við sjá allt annað lið á vellinum, lið sem þarf að sanna sig. Ef þeir vinna, gefur það okkur vonandi styrk til að sigra á sunnudaginn,“ sagði Benítez, en Liverpool mætir WBA á sunnudag."

Engin bæn, bara vangaveltur um leik eins og fyrir hverja helgi.


Páll Geir Bjarnason, 16.5.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband