Naumt var það

Ég get ekki að því gert, en einhvern veginn finnst mér vanta allan kraft í Utd liðið, sá hluta af púllara leiknum fyrr í dag, og verð bara að viðurkenna að þar var mörgu sinnum betra lið á ferðini, heldur en sást til minna manna í dag. Og enn kemur Macheda til bjargar liðinu, virðist vera kominn þarna annar Ole Gunnar. En að mínu áliti þarf liðið að bæta sig til muna, ef dollan á ekki að lenda í púllaraborg. Mér segir svo hugur að púllarar tapi ekki stigum (alla vega ekki mörgum) í þeim leikjum sem eftir eru, og því þarf Utd heldur betur að taka sig á, ef þeir ætla að halda dolluni, og fara að koma tuðruni oftar í netið en einu eða tvisvar sinnum í leik, já og verjast betur.
mbl.is Macheda hetja United annan leikinn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög furðulegt að sjá vörnina svona hrikalega shaky eftir að hafa tekið "clean sheet" metið eftirminnilega. Ég held að um leið og varnarleikurinn kemst í lag þá munu þessir sigrar ekki vera svona tæpir. Það jákvæða við þetta er hinsvegar það að United er enn að hala inn 3 stig þrátt fyrir slaka frammistöðu, allavega miðað við það sem maður er vanur að sjá frá þeim. Það er vonandi að endurkoma Rio verði til þess að styrkja varnarleikinn, eftir tapið á móti Liverpool hefur varnarlínan ekki haldist eins tvo leiki í röð. Vonandi líka að Brown fari að braggast, hann var mjög öflugur í fyrra í hægri bakverðinum og er mun betri en G.Neville að mínu mati, með fullri virðingu fyrir þeim manni.

Jon Hr (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:07

2 identicon

lélegir bara... Liverpool er betra liðið eins og staðan er í dag.

Frelsisson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:05

3 identicon

Liverpool eru á betra "rönni" í undanförnum leikjum eins og sagt er, það er enginn vafi á því (að undanskilinni spilamennskunni gegn Chelsea í CL, hún var mjög slöpp og gæti kostað þá keppnina). Ef þeir hefðu spilað svona vel allt seasonið væru þeir eflaust á toppnum og enn með í FA Cup, en til að vinna deildartitilinn þarf að standa sig í 38 leikjum en ekki bara síðustu 4 leikjum eins og margur poolarinn vill stundum halda í dag. En þetta verður spennandi lokasprettur og ég mun styðja Arsenal í næstu umferð 21. apríl. United mætir Everton 19. apríl í FA Cup og svo spila þeir í deildinni 22. apríl, þétt dagskrá hjá þeim eins og hefur verið allt seasonið. Væri fróðlegt að vita leikjafjöldann í öllum keppnum miðað við hin liðin í kringum þá í deildinni, vona bara að það fari ekki að koma niður á þeim núna, þeir hafa lúkkað ansi þreyttir undanfarið, sérstaklega í vörninni. Þýðir samt ekkert annað en að rífa sig úr þessari lægð og klára fjandans tímabilið með stæl...

Jon Hr (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Ragnar Martens

Já það er eins og liðið nenni ekki að spila vörn. fyrrir nokkrum leikjum var þetta laaaang besta vörnin í evrópu.

Hvað er í gangi?

Þreyta?

Ragnar Martens, 11.4.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband