21.3.2009 | 18:13
Jæj jæja..
nú kætast púllarar eflaust, en maður spyr sig skyldu púllarar hafa lagt eihverja summu inn á reikning dómarans? Nei svona í alvöru þá verð ég að segja eins og er, að ég eiginlega veit ekki hvaða lið var inn á í fyrri hálfleik, því þar var Utd liðið leikið grátt, og komust hvorki lönd né strönd. Ég bara minnist þess ekki að hafa séð liðið leika svona herfilega illa, mishefnaðar sendingar trekk oní trekk, og áttu ef ég man rétt eitt eða tvö skot að marki, þvílík hörmung. Fulham var hreint út sagt bara mörgum klössum ofar í þeim hálfleiknum, og hefðu hæglega getað verið 2 ef ekki 3-0 yfir í hálfleik. En í þeim síðari snerist dæmið við, og voru Utd menn óheppnir að skora ekki, en svona er bara boltinn. Svo spyr maður sig líka hvers vegna Rooney var látinn byrja á bekknum, því leikurinn breyttist gjörsamlega eftir að hann kom inn á í síðari hálfleik, og rauða spjaldið sem hann fékk var náttúrlega alveg út úr kortinum. En það deilir enginn við dómarann, sama hversu vitlaus hann er. En ég held bara að Fulham hafi átt þennan sigur skylið. En nú verða mínir menn að fara taka á alvöruni, og vanda sig betur inn á vellinum, og fara að vinna leiki. En til allra lukku þá tapaði Chelsea líka stigum í dag, og það mun einnig henda púllara á morgun. Góðar stundir.
![]() |
Óvænt tap hjá Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.