Frábært

Já frábær sigur hjá mínum mönnum,og sanngjarn,og stórkostlegur leikur hjá þeim.En svo er það spurning með þennan dómara,hvort hann sé bókstaflega hæfur til þess að dæma í þessari deild.Rauða spjaldið er svona spurningarmerki,hvort ekki hafi verið sanngjarnara gult?En Höddi,sem náttúrlega allt veit um fótbolta taldi þetta vera rautt.En svona yfir heildina fannst mér spjöldin óþarflega mörg.Svo verður maður náttúrlega að minnast á metið,en þetta er ellefti leikurinn sem að Van Der Saar heldur hreinu,og vonandi að svo verði áfram.
mbl.is Man Utd burstaði WBA, 5:0, og setti met - Heiðar skoraði tvö fyrir QPR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er sammála þér með spjöldin í kvöld, mér fannst þau heldur ódýr sum hver. Ég sagði þegar brotið var á Park að þetta væri nálægt því að vera rautt spjald, en eftir á að hyggja hefði gult dugað. Og öll gulu spjöldin voru óþörf, en eins lélegur og dómarinn var þá held ég samt að hann hafi verið sjálfum sér samkvæmur.

Gísli Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 23:20

2 identicon

United veitir Aston Villa harða samkeppni um titilinn greinilega,  þótt þessi sigur United yfir WBA sé lítt marktækur...Óvæntir hlutir hljóta að fara gerast í úrvalsdeildinni og að nýtt lið vinni deildina loksins..

Magister (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:54

3 Smámynd: Ragnar Martens

Já ég er sammála með rauða, en WBA voru að brjóta af sér hálfgróflega út um allan völl. 

En metið er gott

Ragnar Martens, 28.1.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Fyrst þegar dómarinn rak WBA-kafteininn út af fannst mér dómurinn strangur, en þegar maður sá endursýninguna þá fór maður að vera sammála honum. Hann átti aldrei séns í boltann og fór í takklinguna fyrst eftir að "Sigurjon Garðarsson" (Park) var með boltann. Annars var dómarinn alveg með eindæmum smámunasamur og allt of spjaldaglaður. Þar að auki var sleppti hann víti í fyrri hálfleik þegar Neville var sópað niður inni í teig hjá WBA.

En þetta kom ekki að sök... mínir menn skoruðu allt of lítið í þessum leik miðað við færi og yfirburði.

Magnús Þór Friðriksson, 28.1.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband