Rétt hjá Ferdinand

Ég er alveg sammála Ferdinand,að það á að svifta liðum stigum þar sem ber á kynþáttafordómum,í garð leikmanna.Peningasektir hafa ekkert að segja í dag, þar sem peningaflæðið er orðið svo gríðarlega mikið,að liðum munar ekkert um að púnga út nokkrum þúsundum.Stigasvifting eða heimaleikjabann hefðu eflaust miklu víðtækari áhrif.
mbl.is Ferdinand gagnrýnir FIFA og Blatter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að tala um fordóma áhorfenda... gæti ég þá ekki (púlari) mætt í united treyju í meistaradeildina ásam nokkrum vinum (púlarar) og verið með alls kyns rasisma og viðbjóð gagnvart andstæðingi til þess eins að fá stig dregin af united :P Dáldið langsótt kannski.

Held að það ætti frekar að beita svimandi háum peningasektum. Knattspyrnusambönd viðkomandi ríkja yrðu þá að finna aðferðir til að stoppa þetta sjálf, með hertari gæslu, myndarvélaeftirliti og þannig að málum sé fylgt eftir af harðfylgi gagnvart brotamönnum.

Þetta er samt eitthvað sem verður að stoppa. Það er leiðinlegt ef að frábærum knattspyrnumönnum er farið að líða illa á vellinum vegna framkomu áhorfenda og annara spilara.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:01

2 identicon

Mér finnst þetta með að taka af stig fínt en mætti kannski byrja í þrepum og  hafa lokað á áhorfendur á leiki og háar sektir með. Ef menn ekki segjast og allt fer í sama far þá er hreinlega að taka stig af liðinu.

Ég held líka að það þurfi að vera ansi stór vinahópur sem hefur fyrir því að fara í annarra liða búning og sitja meðal andstæðinga til þess eins að vera með fordómalæti. Pínu langsótt. Eitt líka að t.d. er fullt af fólki sem ekki er að fíla annað fólk í sama stuðningsliði með fordóma og menn fá alveg að heyra það þarna úti.

Ég er Púllari en tek vel undir með Rio þetta snýst ekki um hver heldur með hverjum því fordómar eiga aldrei rétt á sér menn eru bara minni með svoleiðis í farteskinu.

Símon (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband