Ruggludallur

Þetta er bara einn af þessum ruggluðu Ítölum,því ekki veit ég hvort það er við Massa að sakast, að hann fór af stað með bensíndæluna,nema að því leitinu að hann keyrði ansi langt með hana í eftirdragi.En ég var ósköp kátur með öll mistökin hjá Ferrari í þessum kappakstri.Svo skulum við sjá hvort þeir rauðu ná tveimur fyrstu sætunum,í þessum þremur sem eftir eru.Ég hef ekki mikla trú á því,nú er komin mikil pressa á þá eftir að hafa fengið gula spjaldið hjá forstjóranum,og fara þeir þá ekki að gera mistök.En sjáum til hvort það verður ekki bara rauða spjaldið eftir næsta kappakstur.
mbl.is Ferraristjóri sér rautt og aðvarar Massa og Räikkönen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Held að hann hefði ekki getað ekið neitt styttra með dæludótið. Ferrari eru í fyrsta bílskúr þar sem þeir eru heimsmeistarar og það hefði örugglega ekki verið vinsælt ef hann hefði rennt inn í skúr hjá keppinautunum og beðið þá að hjálpa sér.

Það er held ég ljóst að þetta var ekki Massa greyinu að kenna hvernig fór, en ég held að Fiat ætti að henda þessu jólaljósasystemi sínu áður en þeir drepa einhvern með því. Þeir eru á góðri leið með að verða að búnir að senda hálft "pit-liðið" á sjúkrahús með þessu drasli.

Einar Steinsson, 30.9.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband