7.9.2008 | 16:06
Það gat verið
Já fljótir voru þeir til að kæra.Enda ef að þetta blessaða Ferrari lið vinnur ekki á brautini,þá reyna þeir að vinna kappaksturinn á kærum.Mín skoðun á þessu atviki er að Kimi hafi verið kominn það utarlega í beigjuna að Hammilton hafi þurft að keyra út úr brautini,en sá ekki betur en hann hleypti Kimi fram úr sér,áður en hann lagði í aðra atlögu að honum.En kappið hjá Kimi var meir en forsjáin,sem varð til þess að hann réð ekki við fákinn sinn,og fór að hringsnúast í bleytuni,og endaði á vegg.Ég er ekki sérfróður um reglur kappakstursins,en gat ekki séð neitt athugavert við þetta,og því spyr maður bara hvers vegna kærir Ferrari?Kenna þeir Hammilton um að Kimi fór þvers og kruss eftir brautini og datt síðan út eftir að fór að rigna?Nú býður maður spenntur eftir því hvað dómararnir gera,láta þeir Ferrari vaða yfir sig eina ferðina enn,og gefa þeim auka stig?
Rimma Hamiltons og Räikkönen í rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega bara fáranlegt. Afhverju horfir Ferrari ekki bara á keppnir og kærir svo úrslitin, þeir þurfa varla að taka þátt líka?
En burt séð frá því, þá fannst mér Hamilton vera komin í betri stöðu fyrir beygjuna og komin fram fyrir með meira en hálfan bílin sem þýðir að ég held að hann hafi átt línuna. Þannig að mér finnst atvikið liggja hjá Kimi. En að sjálfsögðu á hvorugur að fá refsinu, þetta er það sem gerir F1 skemmtilega, ekki refsingar. Svona framúrakstrar eru frábærir þegar við fáum þá!
http://www.youtube.com/watch?v=eAD3yUUefoQ
Jökull Másson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:18
'Eg held að united menn kannast við að kenna öðrum um ef þeir tapa ég myndi snú þessu við kappið var of mikið hjá hammilton
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:25
Þetta var mjög svo vasasamur framúrakstur hjá Hamilton, og hann er ekkert að gefa eftir síðan (sem hann á að gera).
Raikonen reynir auðvitað að ná aftur fyrsta sætinu en lendir í of mikilli bleytu og stýr bílnum í vegg (þar var hann helst til full kappsamur(hefði átt að hanga í sæti no2 og kvarta undan hamilton eftirá)).
Og ég held EKKI með farrari (þoli þá ekki) en Hamilton á að fá refsingu.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:38
Sigurður ég var að skrifa um formúlu en ekki knattspyrnu,svo að við skulum ekkert vera að draga Utd eða knattspyrnu inn í þessa umræðu.En það er víst komið á hreint skylst mér,að sigurinn var dæmdur af Hammilton,og hann færður aftur í þriðja sæti.Allt er gert fyrir Ferrari svo að titillinn verði þeirra í lokinn,saman ber í fyrra.(stigagjöf bílafr.l.)
Hjörtur Herbertsson, 7.9.2008 kl. 16:46
Ég get ekki verið alveg sammála þér Jón Ingi,því ef að Hammilton hefði ekki gefið eftir,þá hefðu þeir báðir orðið úr leik í þessari beigju.Hammilton kemur svo á undan Kimi,út úr þessum ógöngum,og hleypir honum fram úr.
Hjörtur Herbertsson, 7.9.2008 kl. 17:07
Í mínum huga sýndi Hammilton skítlegt eðli í framúrakstrinum. Fyrir það fyrsta pressaði hann Kimi ólöglega í beigjunni og beigði því frá þegar hann áttaði sig á því hvað hann var að gera og fór út á öryggissvæðið og stytti sér leið. Þá átti hann að víkja fyrir Kimi en það gerði hann aðeins til málamynda og ógnaði honu stanslaust meðan Kimi reyndi að ná stöðu sinni sem hann átti sannanlega að fá. Það sem eftir það gerðist má vera að sé Kimi sök að vera full ákafur og missti bílinn á vegg. Þegar það gerðist var Hammilton þegar orðinn brotlegur að mínu mati eins og ég áður sagði.
Mopparinn (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.