Drama í boltanum í gær.

Já það gekk ýmislegt á í leikjum gærdagsins. Súri dýfði sér ekkert í leiknum á móti Everton, nema þegar hann fagnaði marki sýnu fyrir framan Moyes, sem hafði gagnrýnt hann fyrir leikaraskap. En aftur á móti varð fyrirliði Everton sér og sínum til skammar að sögn (sá ekki allan leikinn) fyrir dýfu. Mark dæmt réttilega af Liverpool, en mér er nú nokk sama um það. Í hinum leiknum Chelsea-Man Utd var mikið fjör, tvö rauð spjöld, og annað þeirra fyrir dýfu, ólöglegt mark skorað, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er sko skemmtilegt, svona eiga leikir að vera, allskonar vafa atriði, og nóg fyrir fréttamenn og bloggara að skrifa um, í stað þess að fara að troða einhverjum skynjurum á vellina sem eiga að segja til um hvort það var mark, eða hvort að þessi eða hinn var rangstæður, en e.h. hefur borið á góma að vera með svoleiðis tækni líka. Ef það á að fara að tæknivæða fótboltann, eins og hefur verið rætt um, ja þá bara verður þetta ekkert gaman lengur, ekkert hægt að rífast um, því tæknin hefur þetta allt á hreinu. Nei höldum okkur bara við gamla góða fótboltan, öll vafa atriðin, nóg að skrifa um rífast og þræta um, þannig á þetta að vera.
mbl.is Ferguson: Gangi dómaranum vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, þú hefur greinilega ekki séð Everton - Liverpool leikinn, markið sem súarez skoraði í lokin var löglegt. Fallið hjá Neville systur var hlægilegt en ekki alslæmt, það var smá snerting og hann lét sig detta ósannfærandi (uppskar gult eins og fólk veit). Súarez = flott dýfufagn

Ég er annars Man Utd maður sem ákvað að sjá slaginn um Liverpool... auðvitað horfði ég á topslaginn hjá okkar mönnum. Ég þoli ekki þegar fjölmiðlar og aðrir geta ekki séð hversu erfitt það er að dæma stórleiki, hvert litla mistak er orðið að dómsmáli. Rangstæðumark bauninar var erfitt að sjá, það þrír chelsea-menn fyrir þar á meðal Cech sem er ekki lítill. Annars finnst mér ömurlegt að það sé eitthvað verið að kenna dómaranum um einhvern racisma í eitt af fyrstu skiptunum sem mínir menn eru sannfærandi í meira en 30 mín.

Langaði bara að taka smá morgunnröfl!

Jói (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 09:58

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já Jói mér urðu á mistök í færslu minni hér að ofan, með markið sem dæmt var af Liverpool. Þar sem ég skrifaði réttilega dæmt af Liverpool, átti að vera ranglega, en ég sá einmitt þegar þetta mark var gert, og þar var ekki nein rangstaða. Hvað þriðja mark Utd varðar, þá er ég sammála þér að það er afskaplega erfitt fyrir aðstoðardómara að sjá hvort baunin var rangstæður þar sem þetta var líka afskaplega tæpt. Þetta er það sem gerir boltann svolitið skemmtilegann, menn skiptast á skoðunum um öll þessi vafa atriði, en ef það á að fara að rafvæða þetta allt saman, skynjarar í mörkin, og skynjarar eða sjónvarpsvélar hvort um rangstöðu er að ræða, ja þá dettur öll umfjöllun nánast niður, sjónvarpsvélarnar og skynjararnir hafa svörin, búið mál og fótboltinn deyr með því, allavega í mínum huga.

Hjörtur Herbertsson, 30.10.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband