25.7.2010 | 16:43
Þetta er bara...
skítur í hafið, ef þeir fá bara sekt. Í svona málum á að svifta liðum einhverjum fjölda stiga, þá kanski hugsa þau sig tvisvar um, áður en þau framkvæma svona leinimakk. Vonandi tekur FIA hart á þessu máli.
Ferrari stefnt fyrir rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Dómur yfir Dana styttur í skútumáli
- Beint: Utanríkisstefna á umbrotatímum
- Iðrandi karlar þurfi að gera meira en biðjast afsökunar
- Telur njósnirnar vega að lýðræðinu á Íslandi
- Næstu skref þingforseta óráðin
- Hjúkrunarfræðingar skrifa undir kjarasamning
- Vara við hættulegum og gölluðum vörum
- Nóvemberhitametið fallið?
Erlent
- ESB sektar Meta um 117 milljarða
- Borgarstjóri Lundúna sakar Trump um rasisma
- Lögreglan með mikinn viðbúnað fyrir landsleik
- Repúblikanar fá meirihluta í fulltrúadeildinni
- Lést í sprengingu við hús Hæstaréttar
- Sænskt stjórnvald gagnrýnir auglýst kvensköp
- Trump útnefnir tryggðavin í dómsmálaráðuneytið
- Flytur líklega ekki í Hvíta húsið
Athugasemdir
Það á bara að taka af þeim stigin úr þessari keppni. Það var svo augljóst að um liðskipun væri um að ræða. Um leið og skilaboðin "So Fernando is faster than you? Can you confirm you understand that message?" þá var bara verið að segja Massa að víkja
Hörður (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:08
Sammála, burtu með stig Ferrari úr þessari keppni og færa alla aðra upp um tvo!!! Ferrari-menn hafa ekkert lært síðan Barichello var skipað að hleypa Skósmiðnum framúr sér, hér um árið! Ömurlegt ef ekkert meira verður gert!
Egill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:25
Þetta var frekar gróft afþví þetta er bannað, en á sama tíma spyr ég mig sjálfan, afhverju er þetta bannað? Ef liðið má ekkert hjálpast að gæti alveg eins verið 1 driver fyrir hvert lið...
Gunnar (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 18:27
Það er ljóst að Ferrari hefur ekkert lært af fyrri reynslu sinni. Þeir hugsa bara um eitt, að hagræða úrslitum sér í hag, alveg sama hvaða áhrif það hefur á íþróttina. Núna hafa þeir orðið uppvísir svo ekki verður um villst að því að færa vinningsstigin yfir á stigahærri ökumanninn til þess að auka líkurnar á því að hann geti orðið heimsmeistari. En ég spyr: ef þessi aukastig sem Alonso fékk í dag með þessum fyrirmælum liðsins nægja til að færa honum heimsmeistaratitilinn, hvers virði er það þá að vera heimsmeistari á stigum sem þú hefur ekki unnið fyrir?????
Þess vegna eru svona fyrirmæli bönnuð. Þetta er kappakstur og ef þeir eiga að hjálpast að þá er ekki um neinn heimsmeistara ökumanna að ræða heldur bara að liðið vinni heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Ef Ferrari vill hafa keppnina þannig þá á að breyta keppninni en meðan það er ekki gert þá á að taka á svona brotum miklu mun harðar. Það lið sem beitir þessum aðferðurm þvert á anda keppninnar á hreinlega að tapa öllum stigum fyrir viðkomandi keppni og jafnframt vera dæmt til að byrja í aftasta sæti í næstu keppni.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.