27.6.2010 | 15:45
Eitt flottasta mark....
til þessa á HM dæmt af enskum, sem mun vera til háborinna skammar fyrir dómara leiksins, þar sem boltinn var í a.m.k. 60-70 cm innan marklínu, alveg ótrúlegt að það hafi farið fram hjá dómara, hvað þá aðstoðardómara. Nú er stutt í leikslok og þýskarar að valta yfir þá ensku, eða 4-1 og má þar að mínu áliti kenna enskum varnarmönnum um þessar ófarir liðsins, þar sem þeir hafa enganveginn staðið fyrir sínu hvort heldur er Terry, Upson eða e.h. annar.
Þjóðverjar skelltu Englendingum 4:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mín tilfinning er sú að Englengingar hafi farið í þennan leik sem ,,underdogs" og þá aðallega í sínum eigin haus. Mér finnst vanta alla trú í liðið að þeir geti þetta í raun og veru. Og ekki er pressan frá löndum þeirra til að hjálpa til. Alla vikuna er búið að hamra á því á öllum breskum sjónvarpsstöðvum að þeir komist ekki í gegnum vítaspyrnukeppni. Í öðru orðinu eiga þeir að verða meistarar og í hinu að þeir hafi ekki getuna í það.
Gísli Sigurðsson, 27.6.2010 kl. 15:52
bíttar engu...GER var ca. 10x betra og tæknilega besta lið mótsins fram að þessu...Yeah!!! Nú buffa þeir Argentínu og senda Maradona prímadonnu grátandi í meðferð til Kúbu :) Kveðja
Eiki S. (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:02
Haha, Maradona fer í meðferð en eftir að Brasilía valtar yfir Argentínu í úrslitaleiknum.
Baldur Fjölnisson, 27.6.2010 kl. 16:49
Já, enda spila Brassar eins og GER 1990...leiðinlegan kraftabolta sem endar í titli...þeir vinna mótið klárlega :)
Eiki S. (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:50
Ef ég man rétt þá er HM 1990 leiðinlegasta HM {EVER}.
En þetta er nú ekki búið núna.
Baldur Fjölnisson, 27.6.2010 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.