Auðvitað sleppur þessi maður við refsingu

er við einhverju öðru að búast? Það virðist vera sama hvort hann lemur menn inn á vellinum, eða á einhverjum bar út í bæ, eða sýnir dómara puttana, hann virðist vera alveg heilagur, svo að ég hef alveg trú á því að hann sleppi við refsingu eins og hingað til. En fari svo að hann sleppi, þá held ég að leikmenn ættu að fara að taka hann sem fyrirmynd, og fara bara að nota hnefana inn á vellinum, þá yrði nú aldeilis fjör í því maður.
mbl.is Gerrard gæti fengið leikbann (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er farinn að vera vikulegur teboðs gestur hjá aganefndinni. Svo er bara farið heim og haldið áfram að berja mann og annan og veifa fingrum. Synd og skömm, því þessi leikmaður er miklu betri en þetta... miklu betri en liðið sem hann er "fangi" hjá.

Músi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:11

2 identicon

svona gerir maður ekki, en þetta er þó skárra en að taka karate spark á áhorfendur einsog einhver vitleisingur hefur gert

joi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:13

3 Smámynd: Hamarinn

Svona drullusokkar eiga ekki að spila fótbolta, hann á að vera í boxinu.

Ömurlegur leikmaður.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 11:21

4 identicon

Hann hefur augljóslega fylgst of grannt með Eric Cantona og Roy Keane.

David Bekkmann (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:27

5 identicon

David,

  Þetta come-back hjá ykkur Púlurum í kommentum er eiginlega grátlegra heldur en spilamennska Gerrard inn á vellinum þessa daganna

Sverrir Sverrisson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:50

6 identicon

Ég held að S.G. ætti frekar að fá þakkir fyrir þetta en bann. Enda Brown einn mesti drullusokkurinn í boltanum, sem by the way henti sér niður eins og kerling eftir að honum tókst ekki að koma höggi á Gerrard. En það sáu manutd-Menn auðvitað ekki frekar en bjálkana í eigin auga.

Rúnar G. (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:39

7 identicon

Auðvitað verður Gerrard ekki setur í leikbann hann er heilagur eins og Alan Shearer.

Arnar M (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:03

8 identicon

Jahá fyrst að Eric Cantona tók karatespark á áhorfanda þá á ekki að dæma Gerrard í bann fyrir að þrusa olnboganum í hnakann á Michael Brown? Come on, drífið ykkur nú upp úr sandkassanum. 

Brown er hundleiðinlegur leikmaður, United menn ættu að kannast við það, tók einmitt svakalega tæklingu á Giggs einu sinni. En þessi verknaður verðskuldar alltaf rautt spjald. Sama má segja um V-merkið í síðustu viku, menn hafa nú fengið að fjúka útaf fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum.

Það er ekki sama hvort um er að ræða jón eða séra jón hjá enska knattspyrnusambandinu, það er alveg á hreinu. Ósamræmi út í eitt...

...og fyrst þið eruð að draga gamla leikmenn andstæðinganna inn í umræðuna þá er ég alveg 100% viss um að leikmenn á borð við Roy Keane og Patrick Vieira hefðu fengið 3 leikja bann eftir svona atvik.

Krummi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 15:23

9 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

joi eigum við ekki að halda okkur við nútímann, enda veit ég ekki betur en Cantona hafi fengið ansi langt bann fyrir sitt athæfi. En dýrlingur ykkar púllara sleppur alltaf sama hvað hann gerir af sér inn á vellinum, eða utan hans, því spyr maður hvers vegna, eru eintómir púllarar í aganefndini? Fékk ekki Ferdinand 3ja leikja bann fyrr í vetur, þegar hann slangraði hendini í leikmann Úlfana, leikmann sem var búinn að vera í því að ergjann, en ætti samt alls ekki að vera tilefni til að berja frá sér, þar ættu leikmenn að hafa vitið fyrir sér. En hvers vegna þessi mismunun með refsingu leikmanna, er spurning sem gaman væri að fá svör við.

Hjörtur Herbertsson, 16.3.2010 kl. 16:42

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Gott að grenja?

Páll Geir Bjarnason, 16.3.2010 kl. 17:33

11 identicon

Látið ekki eins og móðursjúkar kerlingar. Hver einn og einasti ykkar hefði staðið þetta stugg af ykkur utan knattspyrnuvallarins. Í umtalinu hérna kristallast akkúrat vandamálið við knattspyrnuáhugamenn, ef eitthvað er uppáhalds liði eða liðsmanni viðkomandi til framdráttar og kemur ímynduðu höggi á andstæðing, þá er gripið til allra fáránlegustu röksemda sem fyrirfinnast eins og viðkomandi séu 6 ára.

Wenger (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 18:41

12 identicon

Pétur,

    Magnað að sjá þig, að vera alltaf að tala um aðra grenja, en síðan eina sem þú hefur til málana að leggja, er jú GRENJA......furðulegur karakter...

  Wenger, 

      Svipað með þig. Þú lætur eins og pissudúkka. Reyndu allavega að sýna viðleitni að þú hafir heila. Til að minna þig á málið, þá var Steven Gerrard í enn eitt skiptið að hegða sér eins og naut í flagi, og í enn skiptið slapp hann við refsingu. Eigum við ekki frekar að tala um það, en að hegða okkur eins og óvitar, sbr. ÞÚ

Sverrir Sverrisson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjörtur Herbertsson
Hjörtur Herbertsson
Áhugamaður um knattspyrnu og formúlu

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband