14.3.2010 | 19:25
Tilþrifalítið mót.
Ef að komandi mót verða álíka og þetta, ja þá held ég að maður geri e.h. annað með tímann, heldur en að glápa á bílana aka nánast í sömu röð frá upphafi til enda. það var bara engin spenna í þessari keppni, ekkert um spennandi framúr akstur og bara tilþrifalítið mót. Það var nokkuð til í því sem sonur minn sagði, eftir að við vorum búnir að horfa á keppnina, að það væri meiri spenna í tímatökuni heldur en keppnini sjálfri. Ég held það hafi verið afskaplega mikill feill að hætta með bensín stoppin, allavega hvað áhorfanda varðar, þar voru að koma upp allskonar vandamál sem gerðu spennu í keppnina. Sem sagt mín skoðun að formúlan fari versnadi ár frá ári. En svo eru það þessar helv..... auglýsingar, ég held þær hafi aldrei tekið eins mikinn tíma af keppnini og í dag, og maður spyr sig hvort svo verði áfram, og að stöðin geti virkilega boðið áhorfandanum upp á að klipt sé á keppnina trekk oní trekk vegna auglýsingana.
Vettel: Bilun kostaði sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér, var heldur tilþrifalítið og bara leiðinleg braut. En vonandi á þetta eftir að glæðast aðeins og fá meiri spennu í þetta, held bara að þessi braut bjóði bara ekki uppá það. Og einsog vanti smá kraft í þetta með bensínstoppin úti, það fara allir svo varlega til að spara dekking. Afturför klárlega.
Svo þetta með auglýsingarnar er fáránlega pirrandi! RÚV gerði þetta líka, en ekki nærri eins mikið og Stöð2 gerir núna og maður hugsanlega missir þá af eh sem hugsanlega gæti gerst. Myndu þeir setja auglýsingar í miðjum fótboltaleik? U nei! Þetta er skammarlegt, og maður fer frekar að horfa á þetta á erlendum rásum takk fyrir
Davíð (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 20:11
Sammála. Eitthvert al-leiðinlegasta mót í Formúli 1 sem sést hefur lengi, og hafa þau þó verið mörg æði leiðinleg. Þessi íþrótt er á fallandi fæti sýnist mér. Spennan í mótunum minnkar frá einu mótinu til annars.
Þessi svokölluðu kappakstursmót F1 eru að breytast í akstursmót, engin keppni og eru orðin hundleiðinleg að horfa á. Það er engin lengur að reyna að komast framúr neinum. Þessa er lestarakstur hring eftir hring með engri spennu.
Og nú er meira að segja búið að breyta stigagjöfinni, þannig að ekki verði lengur nein spenna í stigakeppninni, því nú fær sigurvegarinn lang flest stigin. Ef þessi stig hefðu verið í boði á síðasta ári sýnist mér að Button hefði verið orðin heimsmeistari strax í júlíbyrjun, bara ef hann hefði lufsast út hin mótin í einhverju stigasæti. Hvar er eiginlega spennan í þessu?????
Einnig er ég sammála því að ef næsta keppni verður jafn tilþrifalítil og óspennandi og þessi, þá mun ég ekki nenna að eyða tíma mínum í þetta.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.