16.3.2010 | 11:00
Auðvitað sleppur þessi maður við refsingu
er við einhverju öðru að búast? Það virðist vera sama hvort hann lemur menn inn á vellinum, eða á einhverjum bar út í bæ, eða sýnir dómara puttana, hann virðist vera alveg heilagur, svo að ég hef alveg trú á því að hann sleppi við refsingu eins og hingað til. En fari svo að hann sleppi, þá held ég að leikmenn ættu að fara að taka hann sem fyrirmynd, og fara bara að nota hnefana inn á vellinum, þá yrði nú aldeilis fjör í því maður.
Gerrard gæti fengið leikbann (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2010 | 19:25
Tilþrifalítið mót.
Ef að komandi mót verða álíka og þetta, ja þá held ég að maður geri e.h. annað með tímann, heldur en að glápa á bílana aka nánast í sömu röð frá upphafi til enda. það var bara engin spenna í þessari keppni, ekkert um spennandi framúr akstur og bara tilþrifalítið mót. Það var nokkuð til í því sem sonur minn sagði, eftir að við vorum búnir að horfa á keppnina, að það væri meiri spenna í tímatökuni heldur en keppnini sjálfri. Ég held það hafi verið afskaplega mikill feill að hætta með bensín stoppin, allavega hvað áhorfanda varðar, þar voru að koma upp allskonar vandamál sem gerðu spennu í keppnina. Sem sagt mín skoðun að formúlan fari versnadi ár frá ári. En svo eru það þessar helv..... auglýsingar, ég held þær hafi aldrei tekið eins mikinn tíma af keppnini og í dag, og maður spyr sig hvort svo verði áfram, og að stöðin geti virkilega boðið áhorfandanum upp á að klipt sé á keppnina trekk oní trekk vegna auglýsingana.
Vettel: Bilun kostaði sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 11:53
Því er nú helv....
ver að Real skyldi detta út. Var að vonast til þess að fá þá á móti Utd í átta liða úrslitin. Hefði verið gaman að sjá Ronaldo takast á við sína gömlu félaga.
United burstaði AC Milan en Real Madrid úr leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 13:49
Skrítið..
að stuðningsmenn City bauli líka á sinn mann (Bridge), en það er ekki hægt að lesa annað úr fréttini en svo sé. En mikið og addskoti var gott hjá Bridge að sýna Terry vanvirðingu, með því að sleppa að taka í lúkurnar á honum.
City skellti Chelsea á Brúnni - Bridge tók ekki í hönd Terrys (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2010 | 15:06
Sanngjarn sigur Everton.
Já þetta var sanngjarn sigur þeirra Everton manna, börðust eins og ljón, og uppskáru 3 stig. Það var aftur annað með mína menn, byrjuðu svona þokkalega en svo varla söguna meir. Bestu mennirnir teknir út af í síðari hálfleik, Park sem var sívinnandi allan tíman, og Berbi sem gerði einnig ágæta hluti. Rooney afspyrnu lélegur, og vörnin oft á tíðum út á túni, og sjaldan hef ég séð Evra eins lélegan og í þessum leik, t.d. í öðru marki Everton var hann að manni fannst ekkert með hugann við leikinn. Nei deildin vinst ekki með svona leikjum, það þarf að hafa fyrir hlutunum til þess að það takist. Nú er bara að vona að Úlfarnir og Sunderland nái að stríða hinum toppliðunum. Góðar stundir.
Everton lagði Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2010 | 20:37
Það er...
bara svo einfalt, að þessi maður á ekki að fá að leika knattspyrnu, þetta er ofbeldismaður og ekkert annað.
Vieira ákærður fyrir brot í Stoke-leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2010 | 13:34
Alltaf sama sagan...
hjá Bensa, ef púllarar tapa leik, þá áttu þeir að fá vítaspyrnu og jafnvel fleiri en eina.
Benítez: Áttum að fá vítaspyrnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2010 | 19:04
Frábær dagur
Strákarnir okkar bronshafar, og Utd nánast valtaði yfir Arsenal. Hvað er hægt að biðja um betra.
United hafði betur á Emirates | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 23:31
Og þennan...
mann lét Ferguson sitja á beknum leik eftir leik eftir leik, og tapaði honum svo fyrir rest. Og nú fær hann að spila hvern einasta leik hjá City, og blómstrar þar, skora í nánast hverjum leik, ekki eitt heldur tvö, og jafnvel þrjú mörk sem hann og gerði í leiknum í kvöld. Já Ferguson góður þú fórst illa að ráði þínu þarna, að nota manninn ekki meira en þú gerðir, kaupann og þá værirðu með markaskorara af Guðs náð, og kanski örfáum stigum ofar í deildini í dag.
Tévez með þrennu og City í fjórða sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2010 | 13:25
Reynið nú að...
fara að vanda fréttafluttninginn hjá ykkur, maður tekur trekk oní trekk eftir allskonar villum í fréttunum hjá ykkur, t.d. vantar orð hér inn í þessari frétt þar sem segir Alessandro Nesta skoraði eina fyrri hálfleiks, svo segir í lok greinarinnar, með sigrinum náði AC Mílan að minnka forskot granna sinna og erkifjenda í Inter niður í stig. Ef að þetta merkir 1 stig, þá er það kolrangt, því það munar 8 stigum á liðunum, en Mílan á leik til góða samkv. töflu á mbl.is
Ronaldinho með tvö mörk í góðum sigri AC Milan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar